Hoppa yfir valmynd

Nr. 065, 30. júlí 1999 Ræða utanríkisráðherra í Sarajevo 30. júlí.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 065


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag í Sarajevo leiðtogafund um stöðugleikasáttmála fyrir Suð-Austur Evrópu. Hann flutti þar í dag ræðu sem formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins. Í henni lýsti ráðherra hlutverki Evrópuráðsins í framkvæmd stöðugleikasáttmálsans, einkum varðandi aukin mannréttindi, eflingu lýðræðis og virðingu fyrir reglum réttarríkis á Balkanskaga.

Ræða utanríkisráðherra fylgir hjálagt.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. júlí 1999.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics