Hoppa yfir valmynd

Auka þarf hlut kvenna í friðarviðræðum

Á næsta ári verða tíu ár liðin frá því öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti sérstaka ályktun um konur, frið og öryggi (nr. 1325). Árleg opin umræða um ályktunina var haldin í öryggisráðinu 5. október sl., en þar skýrði varafastafulltrúi, Jón Erlingur Jónasson, m.a. frá því að haldin hefði verið á Íslandi sl. sumar alþjóðleg ráðstefna um þátt kvenna í friðarumleitunum. Þar hefði komið fram að bæta bæri kynningu á ályktuninni á meðal aðildarríkja og innan Sameinuðu þjóðanna, að gera ætti framkvæmdaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna skilvirkari í þessum efnum og að nota ætti afmælisárið til að gera átak í þá átt að koma ályktuninni í framkvæmd.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics