Hoppa yfir valmynd

Fyrsti fundur samráðshóps

Formaður og varaformenn samráðshópsins
Formaður og varaformenn samráðshópsins

Samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hélt sinn fyrsta fund í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 24. febrúar sl. Formaður hópsins er Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tveir varaformenn hópsins eru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þeirra sitja eftirtaldir í samráðshópnum:

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar Iðju, Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður og framkvæmdastjóri Stálskipa, Hanna Katrín Friðriksson, forstöðumaður viðskiptaþróunar Icepharma, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, Knútur Rafn Ármann, ferðaþjónustu-og garðyrkjubóndi, Friðheimum, Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólakennari og forstöðumaður Hjallastefnunnar, Marta Mirjam Kristinsdóttir, háskólanemi og formaður AUS, alþjóðlegra ungmennaskipta, Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, Ragnar Arnalds, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, Stefán Þór Helgason, háskólanemi og fyrrverandi varaformaður stúdentaráðs Háskóla Íslands og Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.      

Á fundinum fór Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, yfir stöðu og framvindu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið og svaraði fyrirspurnum. Einnig var kynning á heimasíðu samningaviðræðnanna, esb.utn.is en þar er að finna öll helstu gögn málsins og upplýsingar um stöðu viðræðna og þau málefni sem eru til umfjöllunar.

Samráðshópurinn er skipaður með hliðsjón af meirihlutaáliti utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögunni um að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þar er lögð áhersla á að styrkja enn frekar þátttöku ólíkra einstaklinga og þjóðfélagshópa í aðildarviðræðunum og tryggja að Íslendingar fái hlutlægar upplýsingar um Evrópumálin. Utanríkisráðherra skipar nefndarmenn að fengnum tilnefningum formanns og varaformanna. Við val á þeim var sérstök áhersla lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi á milli landshluta, höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis sem og á andstæð sjónarmið í Evrópumálunum. Helstu hagsmuna-og félagasamtök á Íslandi eiga nú þegar beina hlutdeild í samningaviðræðunum við Evrópusambandið í gegnum fulltrúa sína í þeim tíu samningahópum sem starfa með samninganefnd Íslands en í þeim starfa tæplega 200 manns.   

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics