Hoppa yfir valmynd

Kynningarfundur um jarðhita

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 028

Íslensk stjórnvöld; utanríkisráðuneytið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, stóðu fyrir kynningarfundi um jarðhita og nýtingarmöguleika hans, einkum í þróunarlöndunum, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við ársfund nefndar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (CSD), sem nú stendur yfir, en í ár og á næsta ári er þar lögð höfuðáhersla á möguleika þróunarríkja til orkuöflunar. Íslenskir sérfræðingar frá íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), Enex hf. og jarðhitadeild háskóla Sameinuðu þjóðanna, kynntu jarðvarma og svöruðu fyrirspurnum.

Í umræðum á ársfundinum hafa fulltrúar Íslands vakið athygli á jarðhitanýtingu og möguleikum þróunarríkja á að nýta sjálfbærar orkulindir jarðar og hvatt til frekari þróunar vetnis sem orkubera. Á vegum ofangreindra ráðuneyta og í samstarfi við Alþjóðasamstarfsverkefni um vetnissamfélagið (IPHE), sem Ísland á aðild að, verður haldin námsstefna um vetni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna mánudaginn 8. maí nk.

Fyrir milligöngu íslenskra stjórnvalda eiga íslenskir sérfræðingar ennfremur fund í bandaríska þinginu í Washington í dag, þar sem þingmönnum og starfsliði þeirra verður kynntur árangur Íslendinga í jarðhitamálum og áform um frekari nýtingu vetnis.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics