Hoppa yfir valmynd

Auknar endurbætur og viðhald fasteigna í samræmi við sérstakt fjárfestingarátak

Á árinu 2020 er unnið að utanhússframkvæmdum á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.  - myndMynd/Stjórnarráðið

Framkvæmdaverkefni Ríkiseigna sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna ríkisins aukast um 40%, eða 1,6 milljarða króna, frá því sem áætlað var, í samræmi við sérstakt fjárfestingarátak  stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Samþykkt var í mars á þessu ári að ráðast í fjárfestingarátakið. Í kjölfarið settu Ríkiseignir, sem hafa umsjón með viðhaldi og endurbótum fasteigna, af stað verkefni sem ná m.a. til heilbrigðisstofnana, framhaldsskóla og lögreglu-og sýslumannsembætta víðsvegar um landið.

Meðal stærri viðbótarverkefna Ríkiseigna árið 2020 má nefna utanhússframkvæmdir á Hegningarhúsinu, endurnýjun klæðingar á Menntaskólanum við Laugarvatn og innanhússbreytingar á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.

Verkefni Ríkiseigna á grundvelli fjárfestingarátaksins eru vel á veg komin í samræmi við áherslur stjórnvalda um að styðja við eftirspurn og stuðla að aukinni framleiðni með því að ráðast í mikilvæga fjárfestingu í fasteignum ríkisins.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more