Hoppa yfir valmynd

Svar íslenskra stjórnvalda við orðsendingu Breta þar sem komið er á framfæri athugasemdum 23 ríkja við hvalveiðirannsóknir Íslendinga

Nr. 109

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins kallaði í morgun á sinn fund John Culver, sendiherra Bretlands og afhenti honum svar íslenskra stjórnvalda við orðsendingu Breta þar sem komið var á framfæri athugasemdum tuttugu og þriggja ríkja við hvalveiðirannsóknir Íslendinga.

Í meðfylgjandi yfirliti (á ensku) koma fram meginsjónarmið íslenskra stjórnvalda sem lýst var í svarorðsendingunni. Að auki var varpað fram tveimur spurningum sem ríkin voru beðin að svara hvert fyrir sig:

1. Hvers vegna sér viðkomandi ríki sig knúið til að lýsa andstöðu við rannsóknaráætlun sem er í samræmi við alþjóðalög, fylgir reglum Alþjóðahvalveiðiráðsins og ógnar ekki viðkomandi dýrategund?
2. Hvers vegna er viðkomandi ríki andsnúið rannsóknum sem fela í sér aflífun sjávarspendýra á sama tíma og það andmælir ekki slíkum rannsóknum á spendýrum á landi?



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. október 2003.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics