Hoppa yfir valmynd

Samningaviðræður EFTA og Malasíu 25-28. nóvember

Þriðja lota samningaviðræðna fríverslunarsamtaka Evrópu - EFTA við Malasíu, fer fram dagana 25-28. nóvember í Genf. Stefnt er að því að samningurinn muni ná til vöru- og þjónustuviðskipta ásamt ákvæðum um fjárfestingar, lagaleg málefni, vernd hugverkaréttinda og sjálfbæra þróun.


Útflutningur á sjávarafurðum frá Íslandi til Malasíu hefur þrefaldast undanfarin ár og vegur þar mest útflutningur á makríl. Malasía er ört vaxandi hagkerfi og myndi gerð fríverslunarsamnings styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á þeim fjölbreytilega markaði.

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Malasíu á sviði vöru- og þjónustuviðskipta (gerð þjónustu / tollskrárnúmer vöru) sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samningsins.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri við eftirfarandi:
Bergþór Magnússon, s. 545-9937, [email protected]
Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, s. 545-9936, [email protected]

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics