Hoppa yfir valmynd

EES-þýðingar í 25 ár – opið hús í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins 

Idord-unnin

Á þessu ári eru 25 ár síðan hafist var handa við þýðingar á EES-samningnum en það verkefni hófst í maí 1990. Umfang þessa verkefnis hefur farið stigvaxandi þennan aldarfjórðung og fjöldi svonefndra lagagerða, sem falla undir EES-samninginn, hefur sífellt aukist. Fleiri en 10.000 lagagerðir hafa verið teknar upp í EES-samninginn frá undirritun árið 1992.

Efni EES-samningsins og gerðanna, sem undir hann falla, er víðfeðmt og tekur til margs konar sérsviða. Mikill hluti þýðingastarfsins felst í að leita góðra lausna í íslensku bæði er varðar einstök orð og málfar textanna í heild. Íðorðastarf er því stór þáttur í þýðingaferlinu og hefur verið haldið utan um íslensk íðorð og heiti í EES-þýðingum allt frá upphafi og eru þau aðgengileg í Hugtakasafni þýðingamiðstöðvarinnar.

Í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins starfa 32 manns árið um kring við þýðingar reglugerða, tilskipana og ákvarðana á ýmsum efnissviðum. Auk starfsstöðvarinnar í Reykjavík var opnuð starfsstöð á Akureyri 2007, á Ísafirði árið 2009 og á Seyðisfirði árið 2014.

Í tilefni afmælisins var opið hús hjá þýðingamiðstöðinni þar sem mátti fræðast um verkefni þýðenda og starfið sem þar fer fram.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics