Hoppa yfir valmynd

Samkomulag um samráð Íslands og Kólumbíu

Gunnar Bragi og Patti Londono undirrita samkomulagið.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og varautanríkisráðherra Kólumbíu, Patti Londoño, undirrituðu í dag samkomulag um reglubundið pólitískt samráð milli Íslands og Kólumbíu. Utanríkisráðherra sagði samkomulagið ásamt fríverslunarsamningi EFTA og Kólumbíu mikilvægt skref í að auka samskipti ríkjanna. Friðsamlegra horfði nú í Kólumbíu en um langt skeið og sagðist Gunnar Bragi vona að stjórnvöldum tækist að tryggja stöðugleika í landinu, kólumbísku þjóðinni til hagsbóta. Utanríkisráðherra sagði gleðiefni að taka á móti fyrstu sendinefnd ráðamanna frá Kólumbíu sem hingað kemur en vinnumálaráðherra Kólumbíu, Rafael Pardo Rueda, og Claudia Candello Bello varaviðskiptaráðherra, voru í henni auk Londoño.

Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða stöðu mála í Kólumbíu og þau tækifæri sem fælust í fríverslunarsamningi ríkjanna en ráðherrarnir áttu m.a. fundi með fulltrúum velferðarráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem og utanríkismálanefnd, auk utanríkisráðuneytis.

Á fundi með embættismönnum fyrr í dag var fjallað um mikilvægi þess að rætt væri um vinnuverndar og –réttar mál, sem og mannréttindi almennt. Þar kom fram að þróun mála í Kólumbíu hefði verið jákvæð að undanförnu og aðstæður væru að skapast til að skoða möguleika á auknum samskiptum og viðskiptum milli Íslands og Kólumbíu. Kyrrahafsbandalagið sem Síle, Kólumbía, Mexíkó og Perú eiga aðild að, gerði viðskipti við þennan heimshluta álitlegan kost. Ísland er með fríverslunarsamning við öll þessi ríki, einungis er eftir að fullgilda samninginn við Kólumbíu.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics