Hoppa yfir valmynd

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 24. júní

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.
Fundur hefst 15:30 24. júní 2019
1. Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
a. Fjallað var um þann samdrátt í landsframleiðslu sem fyrirséð er að verði á þessu ári m.a. í ljósi breyttra aðstæðna í ferðaþjónustu. Samdrátturinn mun hafa áhrif á heimili og fyrirtæki sem mun með afleiddum hætti hafa áhrif á fjármálakerfið. Því má segja að áhætta sem byggst hafi upp síðustu misseri hafi raungerst. Fylgjast þarf með samspili þessarar þróunar við markað bæði með íbúða- og atvinnuhúsnæði. Viðnámsþróttur bankakerfisins er töluverður en lausafjárstaða bankanna hefur farið versnandi síðustu misseri. Þjóðarbúið býr yfir miklum viðnámsþrótti, ytri staða er góð, gjaldeyrisforði stór og skuldastaða hins opinbera og einkageirans sögulega lág. Töluvert svigrúm er innan peningastefnu og ríkisfjármála til að bregðast við versnandi horfum.
2. Smágreiðslumiðlun frá sjónarhóli viðbúnaðar og fjármálastöðugleika
a. Framkvæmdastjóri fjármálainnviða í Seðlabanka Íslands hélt kynningu um smágreiðslumiðlun. Gerð var grein fyrir því hvernig verkefni um endurnýjun greiðsluinnviða miðar og þróun í innlendri smágreiðslumiðlun. Kynntir voru þeir möguleikar sem Seðlabankinn sér til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu um að stuðla að virku og öruggu greiðslukerfi í landinu og við útlönd í ljósi orðinna og fyrirséðra breytinga í greiðslumiðlun.
3. Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
a. Samþykkt tillaga um óbreyttan sveiflujöfnunarauka
4. Önnur mál
a. Fréttatilkynning samþykkt.
Fundi slitið 16:50


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics