Hoppa yfir valmynd

Friðargæsla vex að umfangi og nær til samfélagsþróunar

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York ávarpaði 4. nefnd allsherjarþingsins við umræðu um stefnu í friðargæslu miðvikudaginn 27. okt. sl.

Hann benti á að sífellt aukin þörf fyrir friðargæslu væri fastur liður í starfi og viðfangsefnum Sameinuðu þjóðanna, sem ein og sér gætu ekki annast öll þau verkefni en yrðu í vaxandi mæli að leita samstarfs við önnur samtök, sem réðu yfir mannafla og búnaði til slíkra verkefna.

Hann vakti jafnframt athygli á því hve friðargæslustörf hefðu aukist að fjölbreytni og umfangi og næðu nú í vaxandi mæli til samfélagsuppbyggingar, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að átök hæfust að nýju.

Fastafulltrúi skýrði frá uppbygginu Íslensku friðargæslunnar og verkefnum Íslendinga á sviði friðargæslu og neyðaraðstoðar undanfarin ár. Hann lagði áherslu á mikilvægi öryggis friðargæslufólks, sem þyrfti að efla.

Ræða fastafulltrúa fylgir hjálagt.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics