Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur um ökuskírteini

Danski og íslenski fáninn - mynd

Nýjar reglur varðandi íslensk ökuskírteini.

Undanfarið hafa sendiráðinu borist fyrirspurnir um það hvaða reglur gildi um notkun íslenskra ökuskírteina í Danmörku. Einkum hefur verið spurt út í það hvort fólki sé skylt að skipta íslensku ökuskírteini sínu yfir í danskt. Sendiráðið hefur af þessu tilefni kannað málið hjá dönskum yfirvöldum og einnig aflað umsagnar innanríkisráðuneytisins, en nýjar reglur tóku gildi vorið 2018. 

Nýju reglurnar krefjast þess ekki að Íslendingar skipti yfir í danskt ökuskírteini. Áður var krafist þess að Íslendingar með búsetu  í Danmörku lengur en tvö ár myndu skipta yfir í dönsk ökuskírteini ef þeir hyggjast aka bifreið í Danmörku.


Óski Íslendingar eftir því að skipta út íslenskum ökuskírteinum yfir í dönsk ökuskírteini er það enn mögulegt hjá næstu þjónustumiðstöð (d. borgerservice) og kostar það 280 DKK. Upplýsingar um umsóknarferlið og fylgigögn með umsókn má sjá á heimasíðunni www.borger.dk með því slá inn í leitarguggann orðin  “Fra udenlandsk til dansk kørekort”.

Nánari upplýsingar (á dönsku) um þessar reglur má einnig nálgast á heimasíðu danskra stjórnvalda á eftirfarandi vefslóð:

https://www.borger.dk/transport-trafik-rejser/Biler-og-koerekort/Koerekort/Fra-udenlandsk-til-dansk-koerekort 

*Tilvísanir virkar vefslóðir uppfærðar 12. júní 2018.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics