Hoppa yfir valmynd

Össur fundar með utanríkisráðherra Ungverjalands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með János Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands og Pal Schmitt, forseta þings landsins og nýkjörnum forseta. Í dag lýkur opinberri heimsókn Össurar til Króatíu og Ungverjalands.

OS-og-JM-Budapest-9-juli-2010-smaerriÁ fundi utanríkisráðherranna var rætt um skipulag aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið en Ungverjar munu fara með formennsku í ESB á fyrrihluta næsta árs.

Össur og Martonyi ræddu samskipti ríkjanna og efnahagsmál og fór utanríkisráðherra m.a. yfir aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að takast á við afleiðingar hruns bankanna.

Ráðherranir lýstu ennfremur ánægju með samstarf landanna jarðhitamálum og voru sammála um að auka það samstarf. Össur lagði í gær hornstein að nýrri hitaveitu í borginni Szentlorinc, sem hönnuð er af íslensku verfræðistofunni Mannviti.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics