Hoppa yfir valmynd

Fjölmenni á Íslandsdeginum í Tallinn

OS-og-UP-matartjald
OS-og-UP-matartjald

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðhera tók í dag þátt í Íslandsdeginum í Tallinn sem eistnesk stjórnvöld halda til heiðurs Íslandi í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt. Utanríkisráðherra var viðstaddur opnunartónleika Ólafs Arnalds, opnaði sýningu um íslenskar samtímabókmenntir ásamt rithöfundunum Andra Snæ Magnasyni og Aðalstein Ásberg Sigurðssyni, opnaði kynningu á íslenskum mat á Íslandstorginu fyrir utan utanríkisráðuneyti Eistlands, sem og ljósmyndasýningu með myndum Páls Stefánssonar. Elín Flygenring, sendiherra Íslands gagnvart Eistlandi, opnaði einnig sýningu á íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Tallinnborgar. Á miðnætti í gær opnaði forseti Íslands Íslandsdaginn með ávarpi á fjölsóttum útitónleikum í Tallinn.

Í ávarpi sínu á Íslandstorginu í dag þakkaði Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu landsins sem hann sagði hafa skipt sköpum. Sagði hann Eista sannarlega vilja sýna það þakklæti í verki. Össur Skarphéðinsson sagði í ræðu sinni við sama tilefni Íslendinga vera sýndur mikill sómi með Íslandsdeginum sem væri nánast einsdæmi í samskiptum ríkja. Össur sagði Eista vera sanna vini Íslendinga sem sýntu hefðu vináttu og dyggilegan stuðning í verki um langt árabil m.a. í yfirstandandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sú samvinna þjóðanna muni halda áfram.

Fjöldi íslenskra listamanna taka þátt í Íslandsdeginum þ. á m. tónlistarmenninir Lay Low, Snorri Helgason og Ólafur Arnalds, og hljómsveitirnar Retro Stefson, Hjaltalín, For a Minor Reflection, auk tveggja íslenskra kóra. Þá munu ungir eistneskir tónlistarmenn í kvöld flytja verk tónskáldanna Atla Heimis Sveinssonar, Atla Ingólfssonar og Páls Ragnar Pálssonar. Afar góð þátttaka hefur verið í Íslandsdeginum og hefur verið fullt út úr húsi á öllum viðburðum. Íslandsdeginum lýkur í kvöld með tónleikum á helsta hljómleikastað Tallinn. Íslandsdagurinn er skipulagður af stjórnvöldum í Eistlandi, í samvinnu við íslensk stjórnvöld, en Útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, Útón, hefur haft veg og vanda af skipulagningu fyrir Íslands hönd.

Myndir frá Íslandsdeginum má finna á myndasíðu eistneska utanríkisráðuneytisins:

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics