Hoppa yfir valmynd

Nr. 013, 23. mars 2001. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 013


Utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa í dag í sameiginlegri yfirlýsingu fagnað tilkynningu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að sækjast eftir endurkjöri sem framkvæmdastjóri samtakanna næstu fimm árin, þegar kjörtímabil hans rennur út í árslok.
Utanríkisráðherrarnir leggja einkum áherslu á mikilvægt framlag framkvæmdastjórans til eflingar á starfsemi samtakanna, sérstaklega á sviði þróunarmála og friðargæslu.

Yfirlýsingin fylgir hjálagt.








Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. mars 2001.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics