Hoppa yfir valmynd

Fastafulltrúi Íslands hjá S.þ. endurkjörinn varaforseti ECOSOC

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var í dag endurkjörinn varaforseti efnahags- og félagsmálaráðs S.þ. (ECOSOC). Fastafulltrúi situr því í stjórnarnefnd ráðsins annað árið í röð. Ísland situr nú í ráðinu tímabilið 2005-2007. Það kom í hlut Austur-Evrópu að velja forseta ráðsins í ár, fastafulltrúa Litháen í New York. Varaforsetarnir eru fjórir, frá Íslandi, fyrir hönd vesturlanda, frá Filippseyjum, fyrir hönd Asíu, frá Alsír, fyrir hönd Afríku og frá Haítí, fyrir hönd rómönsku Ameríku.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics