Hoppa yfir valmynd

Nr. 110, 19. nóvember 1999 Ríkisoddvitafundur ÖSE í Istanbul 18.-19. nóvember 1999

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 110


Leiðtogafundur hinna fimmtíu og fjögurra ríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hófst í gær í Istanbul og lauk í dag. Davíð Oddsson, forsætisáðherra, flutti ræðu í gær og var henni dreift með fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins.

Fundurinn samþykkti Öryggissáttmála fyrir Evrópu (Charter on European Security) sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Skrifuðu leiðtogarnir fimmtíu og fjórir undir sáttmálann í morgun við hátíðlega athöfn.

Í sáttmálanum er lagður grundvöllur að starfi ÖSE á nýrri öld, þar sem áhersla er lögð á að styrkja mannréttindi, sérstaklega réttindi þjóðernisminnhluta, og aðrar aðgerðir til að koma í veg fyrir átök. Ítrekað er mikilvægi lýðræðisþróunar og reglur réttarríkisins sem grundvöllur eðlilegra framfara í aðildarríkjunum.

Hægt er að nálgast Öryggissáttmála Evrópu á alnetinu (www.osce.org).

Í tengslum við leiðtogafundinn samþykktu þau þrjátíu ríki sem aðild eiga að samningnum um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu (CFE) breytingar á honum. Breytingarnar fela í sér frekari niðurskurð á hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu auk þess sem eftirlitskerfi samningsins er styrkt og ákvæðið um upplýsingaskyldu hert. Þá gefst nýjum ríkjum kostur á að gerast aðilar að samningnum. Sérstök undirskriftaathöfn leiðtoganna þrjátíu átti sér stað í morgun. Hægt er að nálgast CFE-samninginn á alnetinu (www.osce.org).

Leiðtogafundurinn samþykkti sérstaka yfirlýsingu (Istanbul Declaration). Hún fylgir hjálagt.

Auk forsætisráðherra sátu embættismenn úr forsætis- og utanríkisráðuneytum fundinn.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. nóvember 1999.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics