Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Benedikt Jónsson sendiherra afhenti í dag Alexander Grigoryevich Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Moskvu. Er þetta í fyrsta sinn sem sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Hvíta-Rússlandi en ríkin tóku upp stjórnmálasamband 25. maí 2001.

Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með forsetanum þar sem þeir ræddu fyrst og fremst um efnahags- og viðskiptasamvinnu ríkjanna. Lýsti forsetinn miklum vilja til að auka þá samvinnu.

Þá fundaði sendiherra einnig með háttsettum embættismönnum utanríkisráðuneytisins um tvíhliða samskipti ríkjanna og um skipan kjörræðismann fyrir Ísland í Minsk. Enn fremur átti sendiherra fund með fulltrúum einkarekinna fyrirtækja í Hvíta-Rússlandi sem viðskipti eiga við Ísland.

Útflutningur frá Íslandi til Hvíta-Rússlands hefur einkum verið fiskur og fiskafturðir en innflutningur frá Hvíta-Rússlandi til Íslands hefur einkum verið járn, stál og trjávörur.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics