Hoppa yfir valmynd

Viðurkenning á fullveldi Svartfjallalands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 30

Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur sent Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra í nýstofnuðu ríki Svartfjallalands, bréf þar sem hann færir starfsbróður sínum hamingjuóskir vegna ákvörðunar Svartfjallalands um að stofna sjálfstætt ríki og viðurkennir fullveldi Svartfjallalands fyrir Íslands hönd. Utanríkisráðherra lýsir því yfir í sama bréfi að Ísland sé tilbúið að taka upp stjórnmálasamband við Svartfjallaland við fyrsta tækifæri.

Eins og kunnugt er samþykktu Svartfellingar í þjóðaratkvæðagreiðslu 21. maí s.l. tillögu um að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics