Hoppa yfir valmynd

Nr. 022, 9. apríl 2001 Áritun samnings um endurskoðun stofnsáttmála EFTA

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 022


Aðalsamningamenn aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) hafa áritað samning um endurskoðun á stofnsáttmála samtakanna. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því ráðherrar EFTA-ríkjanna ákváðu á fundi sínum vorið 1999 í Lillehammer í Noregi að endurskoða sáttmálann í ljósi þróunar síðustu áratuga og með tilliti til tvíhliða samninga Sviss við Evrópusambandið.
Stofnsáttmáli EFTA miðaðist eingöngu við viðskipti með vörur. Með endurskoðuninni hafa EFTA-ríkin breikkað samstarf sitt og bætt við ákvæðum m.a. um þjónustuviðskipti, fjárfestingar, fólksflutninga, gagnkvæma viðurkenningu starfsréttinda, opinber innkaup og reglum um úrlausn deilumála sem kynnu að koma upp milli EFTA-ríkjanna um framkvæmd samningsins.
Stefnt er að undirritun samningsins á ráðherrafundi EFTA sem haldinn verður í lok júní n.k. Vaduz í Liechtenstein.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. apríl 2001.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics