Hoppa yfir valmynd

Nr. 076, 3. september 1999. Heimsókn Walter Schwimmer framkvæmdastjóra Evrópuráðsins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 076



Walter Schwimmer framkvæmdastjóri Evrópuráðsins mun verða í opinberri heimsókn á Íslandi 6. september næstkomandi, samhliða fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsþingsins á Íslandi. Hefð er fyrir því að framkvæmdastjóri Evrópuráðsins heimsæki það ríki sem gegnir formennsku í ráðherraráði þess. Hann mun eiga fund með forseta Íslands og hádegisverðarfund með forsætisráðherra í fjarveru utanríkisráðherra. Jafnframt mun Walter Schwimmer eiga fundi með dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra.

Á sunnudaginn, 5. september, fer hann til Akureyrar og heimsækir m.a. Byggðasafn Akureyrar og Nonnahús, en framkvæmdastjóri Evrópuráðsins er aðdáandi Jóns Sveinssonar og ritverka hans.

Walter Schwimmer tók við embætti framkvæmdastjóra Evrópuráðsins 1. þ.m.




Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. september 1999.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics