Hoppa yfir valmynd

Sýning í Brussel helguð starfi Uppbyggingarsjóðs EES

Gunnar Pálsson, sendiherra. - mynd

Opnuð var í vikunni sérstök sýning helguð EES Uppbyggingarsjóðnum í húsakynnum utanríkisþjónustu ESB (EEAS). Samanstendur sýningin af veggspjöldum sem gefa eiga mynd af hinu margbreytilega starfi sjóðsins í hinum fimmtán samstarfsríkjum hans innan ESB.  Sýningarspjöldin, sem flest gefa mynd að einstökum verkefnum í samstarfsríkjunum, höfðu áður verið sett upp á torgi við Ráðhúsið í Osló og farið þaðan milli borga í Noregi.

Við athöfnina, sem um 80 manns sóttu, fluttu sendiherrar EES EFTA-ríkjanna, Íslands, Liechtensteins og Noregs, ávörp, auk Christian Leffler, staðgengils framkvæmdastjóra efnahags- og alþjóðamála hjá EEAS.  Einnig var fulltrúum ungmennasamtaka frá Slóvakíu, sem viðstaddir voru, boðið að segja nokkur orð.

Stefnt er að því að sýningin verði í kjölfarið sett upp á fleiri stöðum í Brussel.

Ávarp Gunnars Pálssonar sendiherra Íslands má lesa hér.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics