Hoppa yfir valmynd

Nr. 046, 27. júní 2000. Fundur utanríkisráðherra um samfélag lýðræðisríkja í Varsjá.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 046


Skyldur rótgróinna lýðræðisríkja eins og Íslands við nýfrjáls ríki sem eru að festa lýðræði í sessi eru ótvíræðar. Þetta kom m.a. fram í máli Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á tveggja daga ráðstefnu, "Á leið til samfélags lýðræðisríkja" ("Towards a Community of Democracies"), sem lauk í Varsjá í dag.
Utanríkisráðherra fjallaði ennfremur um mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu til að auka stöðuleika, um algild grundvallaratriði lýðræðis og mannréttinda og um nauðsyn þess að verjast hættum sem steðja að lýðræðinu, t.d. fátækt og skuldum.
Utanríkisráðherrar rúmlega eitt hundrað ríkja, sem hafa skuldbundið sig til að styrkja lýðræðisþróun heima fyrir, svæðisbundið og innan hins alþjóðlega samfélags, tóku þátt í ráðstefnunni í Varsjá. Ennfremur tóku fulltrúar alþjóða- og svæðisbundinna stofnana þátt í henni, þeirra á meðal Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri S.Þ.
Ráðstefnan samþykkti sérstaka Varsjáryfirlýsingu (Warsaw Declaration: Towards a Community of Democracies) sem fylgir hjálagt.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 27. júní 2000.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics