Hoppa yfir valmynd

Fundur Sophíu Hansen með dætrum sínum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 092

Samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðherra hefur Ólafur Egilsson, sendiherra unnið að því um skeið að koma á fundum Sophíu Hansen og dætra hennar.

Í gær tókst að koma á fundi þeirra í Istanbul. Fundurinn fór fram á lögreglustöðinni í Bakirköy og voru m.a. á fundinum Halim Al faðir stúlknanna og Katrín Fjeldsted læknir. Lögregluyfirvöld í Istandbul, sem verið hafa mjög hjálpleg, komu fundinum á að beiðni sendiherrans og stýrði lögreglustjóri Bakirköy-hverfisins fundinum. Á honum var reynt að finna ásættanlegt fyrirkomulag á umgengnisrétti þeirra mæðgna, sem ekki hefur verið virtur. Fundurinn fór vinsamlega fram.

Sophía gat í góðu næði rætt við dætur sínar í fyrsta skipti í fjögur og hálft ár. Voru þær saman einar í um það bil klukkustund. Stefnt er að því að þær mæðgur Sophía, Dagbjört Vesile og Rúna Aysegül hittist aftur um næstu helgi.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 2. desember 1996

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics