Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs í Nígeríu
Afhending trúnaðarbréfs í Nígeríu

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti þann 28. október sl. í Abuja, Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Nígeríu með aðsetur í London. Viðstaddur athöfnina var utanríkisráðherra Nígeríu, Oluyemi Adeniji , sem sendiherrann átti sérstakan fund með til að fylgja eftir framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tímabilið 2009-2010.

Nígería er eitt stærsta ríki Afríku með um 120 milljónir íbúa og hefur veruleg stjórnmálaáhrif meðal Afríkuríkja. Obasanjo forseti er nú sem stendur formaður Einingasamtaka Afríkuríkja og gegnir Nígería lykilhlutverki í friðargæsluverkefnum í Afríku.

Sverrir Haukur Gunnlaugsson er áttundi sendiherra Íslands gagnvart Nígeríu, en löndin skiptust fyrst á sendiherrum árið 1971 þegar Guðmundur Í. Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var skipaður sendiherra þar.

Nígería er langstærsti kaupandi þurrkaðra sjávarafurða frá Íslandi og nam sá útflutningur tæplega 16 þúsund tonnum árið 2003 að verðmæti um 3 milljarðar króna.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics