Hoppa yfir valmynd

Nr. 018, 31. mars 2000. Opinber heimsókn Nitin Desai, aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ á sviði efnahags- og félagsmála, 3.-5. apríl.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 018


Nitin Desai, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði efnahags- og félagsmála, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 3.-5. apríl næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Hér á landi mun aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eiga fundi með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og fulltrúum Alþingis. Hann mun jafnframt heimsækja Hafrannsóknarstofnun og Orkustofnun og kynna sér starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Nitin Desai mun einnig sitja kvöldverðarboð forseta Íslands að Bessastöðum.

Mánudaginn 3. apríl næstkomandi mun aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna halda fyrirlestur um mikilvægi sjávarútvegs fyrir þróunarlöndin, áherslur Sameinuðu þjóðanna á sviði jafnréttismála og hlutverk smærri aðildarríkja í starfi Sameinuðu þjóðanna.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst hann kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, í boði utanríkisráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fundarstjóri verður Ingvi S. Ingvarsson, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Æviágrip Nitin Desai, aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er hjálagt til fróðleiks.



- SCAN2772.TIF






Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mars 2000.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics