Hoppa yfir valmynd

Fundir ráðherra í Alþjóðabankanum og New York

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 073



Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti viðræður í Alþjóðabankanum fimmtudaginn 26. september um
þróunarsamvinnumálefni. Utanríkisráðherra tók sæti í aðalstjórn bankans í síðasta mánuði, þegar fyrirsvar fyrir
Alþjóðabankanum var flutt frá viðskiptaráðuneytinu til utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðherra átti fund með Sven Sandström, varaforseta bankans, Ruth Jacoby, framkvæmdastjóra norrænu og
baltnesku skrifstofunnar, og yfirmönnum þeirra deilda sem sjá um Bosníu-Hersegóvínu, Namibíu og Úganda. Þetta eru ríki
sem Ísland veitir eða hefur í undirbúningi að veita þróunar- og efnahagsaðstoð.

Viðræðuaðilar skiptust á upplýsingum um aðstoðarverkefni í þessum löndum og möguleika á frekari samstarfi Íslands við
Alþjóðabankann, m.a. hvernig íslensk fyrirtæki geta í auknum mæli komið að verkefnum hjá Alþjóðabankanum. Fram kom
að Ísland leggur áherslu á samvinnu við einkageirann í þessu efni, en það er í samræmi við stefnu bankans.

Halldór Ásgrímsson átti ennfremur viðræður við utanríkisráðherra Bosníu, Namibíu og Mósambík í New York
miðvikudaginn 25. september s.l., í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, til þess að ræða
þróunarsamvinnu-verkefni í þessum ríkjum og samstarf einkafyrirtækja í því sambandi.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 27. september 1996

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics