Hoppa yfir valmynd

Þátttaka utanríkisráðherra í 64. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september. Utanríkisráðherra flytur aðalræðu fyrir Íslands hönd í allsherjarþinginu laugardaginn 26. september. Þá mun hann leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja 23. september. Á morgun sækir ráðherra jafnframt leiðtogafund um loftslagsbreytingar sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, boðar til. Þar tekur hann þátt í hringborðsumræðum um hvernig megi tryggja hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Utanríkisráðherra mun einnig sitja fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál og aðgerðir til að hefta útbreiðslu kjarnavopna á fimmtudag, 24. september.

Utanríkisráðherra mun eiga tvíhliða fundi með öðrum utanríkisráðherrum meðan á dvöl hans hjá S.þ. stendur.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics