Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs kvödd með málþingi

Fimmtudaginn 21. janúar n.k. verður haldið rafrænt málþing í tilefni þess að Britt Bohlin lætur af störfum sem framkvæmdarstjóri Norðurlandaráðs. Málþingið er skipulagt af Norðurlandaráði, Norræna menningarsjóðnum og sendiráði Svíþjóðar í Kaupmannahöfn.

Á málþinginu mun Mary Gestrin yfirmaður samskipta hjá Norðurlandaráði ræða við Britt Bohlin um stjórnmálastörf hennar og norrænt samstarf. Bertel Haarder, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs og Paula Lethomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, munu halda pallborðsumræður við norrænu sendiherrana í Kaupmannahöfn og sendiherra Danmerkur í Svíþjóð um norrænt samstarf í dag og í framtíðinni. Ulrica Schenström, forstjóri sænsku hugveitunnar Fores og fyrrverandi utanríkisráðherra mun leiða samtalið.

Málþinginu verður streymt frá Facebook sænska sendiráðsins í Kaupmannahöfn frá kl 16:30 til 18:00.

https://www.facebook.com/events/234393964738216/

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more