Hoppa yfir valmynd

Rýnifundi um félags- og vinnumál lokið

Rýnifundi um 19. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, félags- og vinnumál, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahóps um EES II málefni en 19. kafli er hluti af EES-samningnum.

Flestar gerðir Evrópusambandsins á sviðinu eru þegar innleiddar. Ekki var rætt um undanþágur, aðlögun eða sérlausnir, en lögð var áhersla á að reglur Evrópusambandsins leiði ekki til undirboða á íslenskum vinnumarkaði.

Greinargerð samningahópsins sem fjallar um félags- og vinnumál (EES II) hefur verið birt á heimasíðunni esb.utn.is, en í henni er að finna nánari útlistun á viðfangsefni kaflans.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics