Hoppa yfir valmynd

Húsfyllir hjá Auði Övu og Sjón á Passa Porta í Brussel

Auður Ava og Sjón á Passa Porta bókmenntahátíðinni í Brussel
Auður Ava og Sjón á Passa Porta bókmenntahátíðinni í Brussel

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Sjón lásu upp úr verkum sínum Afleggjaranum og Argóarflísinni á Passa Porta bókmenntahátíðinni í Brussel sl. sunnudag 24. mars.  Fullt var út úr dyrum og þurftu áhugasamir frá að hverfa. Hollenski bókmenntagagnrýnandinn Maria Vlaar ræddi við höfundana um íslenskar bókmenntir og verk þeirra.

Bækur Auðar Övu hafa verið gefnar út og þýddar m.a. á frönsku, þýsku, ensku og hollensku og hafa bækurnar hlotið lof gagnrýnenda. Bækur eftir Sjón hafa verið þýdd á yfir 16 tungumál en hann var handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005. Fyrr sama dag veitti Sjón leiðsögn á Margritte safninu í Brussel.  René Magritte er einn af þeim listamönnum sem starfaði innan súrrealistahreyfingarinnar snemma á 20. öld en Sjón var einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu í Reykjavík á 9. áratug seinustu aldar.

Passa Porta bókmenntahátíðin er einn stærsti bókmenntaviðburður í Belgíu og til hans er boðið fremstu rithöfundum heims. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Brussel og stendur yfir í nokkra daga.

Sendiráð Íslands í Brussel stóð að þátttöku Auðar Övu og Sjón á bókmenntahátíðinni í samvinnu við Passa Porta og Bókmenntasjóð Íslands.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics