Hoppa yfir valmynd

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa


Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi á komandi sumri. Um er að ræða breytingar á þremur sendiskrifstofum. Þær fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. 

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, verður sendiherra í Moskvu 1. júní nk. Hann leysir Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Auðunn Atlason verður sendiherra í Helsinki 1. júní en hann hefur gegnt stöðu deildarstjóra Norðurlandadeildar utanríkisráðuneytisins undanfarin misseri.

Þá verður Hannes Heimisson sendiherra í Stokkhólmi 1. ágúst nk. Estrid Brekkan, sem verið hefur þar sendiherra undanfarin ár, verður í stað hans prótókollsstjóri utanríkisráðuneytisins.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics