Hoppa yfir valmynd

Nr. 032, 23. maí 2000. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Belgíu

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 32


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í Brussel með utanríkisráðherra Belgíu, Louis Michel, um tvíhliða samskipti ríkjanna og um þróun öryggis- og varnarsamvinnu í Evrópu. Að því loknu undirrituðu ráðherrarnir tvísköttunarsamning milli Íslands og Belgíu. Samningurinn kveður á um skiptingu skattlagningar á tekjur og eignir milli ríkjanna og aðferðir til að koma í veg fyrir tvísköttun. Með samningnum er ennfremur leitast við að koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. maí 2000.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics