Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra á Möltu

Utanríkisráðherrar Íslands og Möltu
utanrikisradherra_a_Moltu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur í dag og í gær átt fundi á Möltu, meðal annars með Lawrence Gonzi forsætisráðherra og Tonio Borg utanríkisráðherra. Malta er eitt af minnstu ríkjum Evrópusambandsins og er þekkt fyrir árangursríkt samstarf vítt og breitt um þjóðfélagið í aðdraganda aðildar.

Utanríkisráðherra kynnti sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna þar sem áhersla var lögð á samvinnu við ólíka hagsmunaaðila og skoðanahópa. Í umræðum á Alþingi í síðustu viku þar sem fjallað var um tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um undirbúning aðildarumsóknar lögðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka áherslu á öflugt samráð í því lýðræðislega ferli sem framundan er.

Utanríkisráðherra átti fund með Richard Cachia Caruana sendiherra Möltu hjá Evrópusambandinu og öðrum sérfræðingum en Caruana var aðalsamningamaður þjóðarinnar við Evrópusambandið. Malta náði fram ýmsum sérlausnum á mikilvægum sviðum í aðildarviðræðunum.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics