Hoppa yfir valmynd

Andlát aðalræðismanns Íslands í Uruguay og Argentínu

Walter Koltonski, aðalræðismaður Íslands í Uruguay og Argentínu lést sunnudaginn 31. maí s.l. eftir stutt veikindi.

Walter Koltonski var skipaður aðalræðismaður Íslands í Uruguay árið 1955 og hafði því lengstan starfsaldur ræðismanna. Hann var einnig skipaður aðalræðismaður í Argentínu árið 1984 og gegndi báðum störfum til dauðadags af mikilli trúfestu og sóma. Áhugi hans og umhyggja fyrir Íslandi og íslenskum málefnum var vel þekktur meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem kynntust honum.

Walter Koltonski lætur eftir sig eiginkonu og börn. Daniel sonur hans er ræðismaður Íslands í Argentínu.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics