Hoppa yfir valmynd

Tvíhliða fundur utanríkisráðherra Íslands og Póllands

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti í dag tvíhliða fund með Adam Daniel Rotfeld, utanríkisráðherra Póllands, í kjölfar fundar utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Stettin í Póllandi. Ráðherrarnir ræddu meðal annars samskipti ríkjanna tveggja og leiðir til að efla viðskipti þeirra. Utanríkisráðherra tók einnig upp íslensk hagsmunamál sem varða innri markað Evrópusambandsins, t.d. tolla á síld og bann við notkun fiskimjöls sem fóðurs fyrir jórturdýr. Ráðherrarnir samþykktu að efla samráð íslenskra og pólskra stjórnvalda á sviði utanríkismála.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics