Hoppa yfir valmynd

Nr. 017, 15. mars 2000. Utanríkisráðherrafundur Barentsráðsins 14.-15. mars

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 017

    Utanríkisráðherrrafundur Barentsráðsins var haldinn í Oulu í Finnlandi dagana 14.-15.mars undir finnskri formennsku. Þetta var 7. ráðherrafundur ráðsins sem stofnað var í ársbyrjun 1993.

    Á fundinum var rætt um ýmsa þætti þess starfs sem fram fer á vegum Barentsráðsins á sviði efnahagsmála, umhverfismála, orkumála, samgangna og heilbrigðismála. Meðal mála sem fundurinn lagði áherslu á voru samningaviðræður við Rússland um samstarf til að bægja frá hættunni af geislavirkum úrgangi í norðvestur hluta Rússlands, norðlæg vídd Evrópusambandsins og hlutverk Barentsráðsins. Þá var einnig lögð áhersla á að efla samvinnu og tengsl í fjölþjóðasamstarfi sem fram fer á vettvangi Eystrasaltsráðsins, Barentsráðsins og Norðurskautsráðsins.

    Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sótti fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra.

    Í ræðu sinni á fundinum beindi hann athyglinni að þeim hagsmunum sem Íslendingar deila með öðrum aðildarríkjum Barentsráðsins, þar á meðal sjáfbærri þróun og mengunarvörnum. Hann fagnaði auknum áhuga á málefnum norðurslóða sem að undanförnu hefur endurspeglast í utanríkisstefnu Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Kanada og vakti athygli á áherslum Íslands á sviði umhverfismála á norðurslóðum, einkum vernd gegn mengun sjávar og ítrekaði stuðning við samstarf sem beinist að verndun umhverfisins fyrir hættum sem stafa af geislavirkum úrgangi.

    Yfirlýsing ráðherrafundarins er meðfylgjandi.


- SCAN2254.TIF





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. mars 2000.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics