Hoppa yfir valmynd

Fyrsti fundur samráðsteymis ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum

Garðskagaviti - myndÞórmundur Jónatansson

Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum fundaði í fyrsta skipti þriðjudaginn 13. október. Hlutverk samráðsteymisins er að greina áskoranir, bæta upplýsingagjöf, og samstilla krafta ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum með það að leiðarljósi að styðja við og efla getu svæðisins til að takast á við breytingar.

Í samantekt starfshóps um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem birt var í maí, var kynnt aðgerðaáætlun með 17 aðgerðum til að bæta þjónustu og efla sveitarfélög á svæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði starfshópinn haustið 2019 til að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingi um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meðal tillagna starfshópsins var að formlegt samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum starfi áfram, m.a. með vísan til aðgerðar byggðaáætlunar um vaxtarsvæði. Mikilvægt væri að tryggja náið samstarf og samráð ráðuneyta, lykilaðila á svæðinu, sveitarfélaga og fyrirtækja.

Markmið aðgerðaáætlunarinnar eru fjórþætt: Að auka samráð milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmuni svæðisins, virkja jákvæðan vöxt fyrir efnahagslíf og samfélag, auka skilning á sérkennum og tækifærum svæðisins og loks að efla viðbragð við aðstæðum sem kalla á samstillingu og sameiginlegar aðgerðir opinberra aðila. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ráðið verkefnastjóra sem fylgir eftir framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Á fyrsta fundi nýs samráðsteymis kom fram að 14 af 17 aðgerðum eru hafnar og sumum aðgerðum er lokið.

Beint framlag ríkisins til aðgerðanna er 250 milljóna kr. en fjárveitingin var kynnt í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við efnahagslegum áhrifum COVID-19.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more