Hoppa yfir valmynd

Aðalframkvæmdastjóri UNESCO kemur til landsins

Aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Irina Bokova, kemur til landsins laugardaginn 24. maí í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis og dvelst hér á landi fram á þriðjudagsmorgun 27. maí.

Í heimsókn sinni mun aðalframkvæmdastjórinn hitta að máli Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og sitja boð forseta Íslands að Bessastöðum.

Bokova mun heimsækja Þingvelli sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, kynna sér handritasafn Árna Magnússonar sem er á sérstakri varðveisluskrá UNESCO um Minni heimsins og ávarpa  ráðstefnugesti á alþjóðlegri ráðstefnu um máltækni í Hörpu. 

Mánudaginn 26. maí mun Bokova tala á opnum fyrirlestri í Hátíðarsal Háskóla Íslands undir heitinu: Frá tungutaki til þekkingar: Hvernig má helst nýta ríkustu endurnýjanlegu auðlind hverrar þjóðar? Fyrirlesturinn fer fram á ensku, hann er öllum opinn og hefst kl. 16:00.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics