Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra sækir fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 99/2007

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður í New York dagana 24.-29. september nk. þar sem hún sækir fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Mánudaginn 24. september mun utanríkisráðherra sækja ráðstefnu um loftslagsbreytingar sem haldinn er á vegum aðalritara SÞ, Ban Ki-moon. Ráðstefnuna sækja yfir 150 þjóðarleiðtogar og ráðherrar, og mun Ingibjörg Sólrún taka þátt í umræðum um aðgerðir til að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga. Nánari upplýsingar um loftlagsþingið má finna á heimasíðunni www.un.org/climatechange

Þriðjudaginn 25. september hefst ráðherrahluti 62. allsherjarþings SÞ. Utanríkisráðherra mun halda ræðu fyrir Íslands hönd síðla dags 28. september.

Ennfremur mun utanríkisráðherra halda erindi um utanríkisviðskipti Íslands og Bandaríkjanna á hádegisverðarfundi íslensk-ameríska verslunaráðsins þann 26. september.

Utanríkisráðherra mun einnig eiga fjölda tvíhliða funda með starfssystkinum sínum, m.a. með það fyrir augum að kynna framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Þá mun hún eiga fund með norrænum utanríkisráðherrum, sitja kvöldverð ráðherra Evrópusambands- og NATO ríkja, sækja fund kvenleiðtoga í boði Dr. Condaleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk annarra viðburða.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics