Hoppa yfir valmynd

Ísland styður þvingunaraðgerðir vegna Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir það mikilvægt skref að Bandaríkin og Evrópusambandið hafi nú gripið til þvingunaraðgerða til stuðnings Úkraínu í kjölfar aðgerða Rússa á Krímskaga og atkvæðagreiðslunnar þar í gær. „Alþjóðasamfélagið þarf að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi. Ísland getur á grundvelli EES samningsins tekið þátt í aðgerðum ESB. Ég tel að Ísland eigi að taka þátt í slíkum aðgerðum og mun ég því eiga lögbundið samráð við utanríkismálanefnd á morgun," sagði Gunnar Bragi.

Á fundi fastaráðs Atlantshafsbandalagsins í morgun ítrekuðu bandalagsríkin stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu, hvöttu Rússa til að virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar, draga herlið sitt baka frá Krímskaga og vinna að friðsamlegri lausn í samstarfi við stjórnvöld í Úkraínu.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics