Hoppa yfir valmynd

Takmarkanir á skólahaldi framlengdar


Tilkynnt hefur verið að takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem falla áttu úr gildi 13. apríl næstkomandi verði framlengdar til mánudagsins 4. maí. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Engar breytingar verða á gildandi takmörkunum á samkomum og skólahaldi aðrar en framlengdur gildistími þeirra. Ráðgert er að aflétta gildandi takmörkunum í áföngum og verður útfærsla þess kynnt síðar.

Undanþágur sem veittar hafa verið frá takmörkunum á samkomum og skólahaldi munu halda gildi sínu sem nemur framlengingu aðgerða, það er til 4. maí nk.

Nánar er fjallað um málið á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more