Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, afhenti þriðjudaginn 20. desember s.l., José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. Sendiherra og forseti framkvæmdastjórnarinnar ræddu almennt um samskipti Íslands og ESB.

Í því samhengi vék sendiherra að nýgerðum tvíhliða samningi Noregs og Evrópusambandsins um skiptingu veiða úr norsk íslenska síldarstofninum og kom á framfæri vonbrigðum íslenskra stjórnvalda með það að ESB og Noregur skuli hafa horfið frá frekari tilraunum til að ná strandríkjasamkomulagi um veiðarnar fyrir árið 2006.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics