Hoppa yfir valmynd

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundar með William Hague

Geir H. Haarde og William Hague.
Geir H. Haarde og William Hague

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundaði í dag með William Hague, þingmanni og talsmanni breska Íhaldsflokksins í utanríkismálum. Fundurinn var haldinn á skrifstofu þingmannsins í London.

Á fundinum ræddu þeir m.a. samskipti Íslands og Bretlands og ýmis alþjóðamál og greindi Hague ráðherranum frá mikilvægum atriðum í stefnu Íhaldsflokkisns í utanríkismálum. Utanríkisráðherra og William Hague fóru einnig almennt yfir stöðu Íhaldsflokksins í breskum stjórnmálum og ræddu framtíðarstefnu hans og möguleika undir nýrri forystu.

Í kvöld mun utanríkisráðherra opna sýninguna "Pure Iceland" í Vísindasafninu í London og á morgun flytur hann ræðu á hádegisverðarfundi Bresk-Íslenska viðskiptaráðsins.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics