Hoppa yfir valmynd

Sjávarútvegsskólinn útskrifar í nítjánda sinn

Guðlaugur Þór afhenti nemunum útskriftarskjal. - mynd

Í dag útskrifaðist 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám á Íslandi. Markmið skólans er að aðstoða þróunarríki við að móta og hrinda í framkvæmd stefnu sinni um þróun á sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og vatna. 
Að þessu sinni útskrifuðust 22  nemar frá 16 löndum. Þeir koma frá tíu Afríkulöndum (14), þremur eyríkjum Karíbahafs (3) og  þremur löndum í Asíu (5). Tíu konur eru meðal þeirra sem útskrifast í dag, en að meðaltali er þátttaka kvenna í sex mánaða náminu á Íslandi  tæplega 40%. 

Guðlaugur Þór ásamt útskriftarnemum Sjávarútvegsskóla háskóla SÞGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var sérstakur gestur við útskriftina. Ráðherra sagði í ávarpi sínu við útskriftarnema að námið væri fjárfesting í framtíðinni, í framtíð nemendanna sjálfra og í framtíð sjálfbærra fiskveiða. Í samstarfi gætu nemendur og íslensk stjórnvöld lagt af mörkum þýðingarmikið framlag í átt að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra hrósaði starfsfólki Sjávarútvegsskólans fyrir að bæta stöðugt námskrána og hvatti það sérstaklega til þess að halda áfram á jafnréttisbrautinni því kynjajafnrétti hefði lykilhlutverki að gegna í velmegun samfélaga.

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur vaxið og aukið starfsemi sína í samstarfslöndum sínum á undanförnum áratug. Styttri námskeið hafa verið þróuð og haldin í samstarfi við þarlenda sérfræðinga, fyrrum nema og samstarfsstofnanir og Sjávarútvegsskólinn styður einnig við þátttöku fyrrum nema í alþjóðlegum ráðstefnum  á sviði sjávarútvegs. Því til viðbótar styrkir Sjávarútvegsskólinn fyrrum nema skólans til framhaldsnáms hér á landi í greinum tengdum sjávarútvegi.  Alls hafa 18 nemar lokið framhaldsnámi við HÍ og HA, þar af hafa ellefu lokið doktorsnámi. Með þeim sem útskrifast í dag hafa alls 347 sérfræðingar frá um 50 löndum lokið sex mánaða náminu á Íslandi og rúmlega 1200 manns tekið þátt í styttri námskeiðum í samstarfslöndunum. 

Tags

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics