Hoppa yfir valmynd

Uppfærður listi yfir ríki - íbúum tólf ríkja utan EES og Schengen heimilt að heimsækja Ísland

Aðildarríki ESB hafa uppfært lista þar sem afnumdar eru ferðatakmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. Tvö lönd féllu út af fyrri lista sem eru Serbía og Svartfjallaland. Listinn er uppfærður á tveggja vikna fresti og hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð sem tekur mið af honum.  Reglugerðin tekur gildi í dag og nær undanþágan til þeirra sem hafa sannanlega búsetu í og eru að koma til landsins frá eftirtöldum ríkjum: Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Marakkó, Nýja Sjálandi, Rúanda, Suður Kóreu, Tælandi, Túnis og Úrúgvæ.

Á vef Útlendingastofnunar má lesa nánar um takmarkanir, undanþágur og gögn sem þeir sem hingað koma gætu þurft að framvísa fyrir brottför eða við komuna til landsins.

Uppfært 5. ágúst 2020: Með nýrri reglugerð um för yfir landamæri sem tók gildi þann 5. ágúst féll Alsír út af listanum um afnám ferðatakmarkana gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. 

 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more