Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherrafundur VES í París

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 41

Utanríkisráðherrafundur Vestur-Evrópusambandsins var haldinn í París 12. og 13. maí 1997. Fundinn sat fyrir Íslands hönd fastafulltrúi Íslands hjá VES, Þorsteinn Ingólfsson.
Á undanförnum mánuðum hefur tekist náin samvinna með VES og NATO og hefur nú verið tryggt að í aðgerðum, sem VES kann að takast á hendur í friðargæslu, mun VES geta nýtt hernaðarskipulag og búnað NATO.
Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem fram kemur að mikilvægir áfangar séu framundan í þróun öryggismála Evrópu. Niðurstöður ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins og leiðtogafundar NATO munu hafa mikil áhrif á framtíðarþróun VES.
Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að VES er reiðubúið að takast á við aukið hlutverk í öryggismálum Evrópu. Í því sambandi mun VES efla enn frekar samstarf sitt við ESB og NATO.
Í umræðum á fundinum var farið vítt yfir svið öryggismála almennt. Ennfremur var ítarlega rætt um framtíðarstöðu og skipulag VES.
Sum aðildarríki VES hafa lagt til sameiningu VES og ESB í framtíðinni og lýstu þeirri skoðun á fundinum. Andstaða kom fram gegn þeirri hugmynd, meðal annars af hálfu Breta og Íslendinga.
Hjálagt fylgir yfirlýsing fundarins í heild sinni.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 13. maí 1997.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics