Hoppa yfir valmynd

Reynsla Íslands geti nýst í landgræðslumálum

Gunnar Bragi og Monique Barbut

Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, er nú í heimsókn á Íslandi. Samningurinn er einn hinna þriggja stóru umhverfissamninga SÞ sem urðu til á ríkjaráðstefnu í Rio de Janeiro árið 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri eins þeirra heimsækir landið.


Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með Barbut í morgun. Á fundi þeirra sagði Barbut að rík hefð og reynsla Íslands í landgræðslumálum geti nýst í alþjóðlegu samhengi, en eyðimerkurmyndun og landeyðing í heiminum er með allra stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir og ógnar fæðuöryggi. Á Íslandi er nú starfræktur Landgræðsluskóli Háskóla SÞ sem fjöldi nemenda frá þróunarlöndum hefur stundað nám við. Ráðherra og Barbut ræddu einnig um það hvernig Ísland hefur á þessu ári lagt stigvaxandi áherslu á landnýtingarmálin innan SÞ, meðal annars með stofnun og forystu í ríkjahópi um þau mál í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þá lagði ráðherra áherslu á að landnýtingarmál fái sess við hæfi í nýjum þróunarmarkmiðum sem nú er unnið að innan SÞ.

Barbut talaði á opnum fundi í Þjóðminjasafni Íslands ásamt umhverfisráðherra og má lesa ávarp hennar hér.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics