Hoppa yfir valmynd

Íslenskt vatn til hamfarasvæðanna í Asíu

Á hádegi í dag barst utanríkisráðuneytinu boð frá Loftleiðum Icelandic, leiguflugfélagi Flugleiða, um að nýta rými í flugvél fyrirtækisins til flutnings á neyðargögnum til hamfarasvæðanna í Asíu. Vélin mun halda til Phuket í Taílandi í kvöld, þar sem hún hefur verið leigð til verkefna fyrir sænska aðila. Í framhaldi af boðinu hafði utanríkisráðuneytið samband við neyðarskrifstofu taílenska utanríkisráðuneytisins í Phuket og fékk þær upplýsingar að þar væri m.a. skortur á fersku vatni. Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur nú gefið níu tonn af íslensku vatni til neyðaraðstoðar og má ætla að það berist til Phuket innan sólarhrings.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics