Hoppa yfir valmynd

Norrænir sérfræðingar funduðu um ríkisaðstoð

Hópurinn sem fundaði um ríkisaðstoð. Fundurinn í dag var sá 21. í röðinni. - mynd

Í dag komu sérfræðingar af Norðurlöndunum á sviði ríkisaðstoðar saman til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Norrænir fundir um ríkisaðstoð hafa verið haldnir óslitið í tvo áratugi og var fundurinn í Reykjavík sá 21. í röðinni. Á fundinum deila löndin reynslu sinni af ríkisaðstoðarmálum og þeim takmörkunum sem EES-samningurinn og sáttmálinn um starfshætti ESB kveða á um.

Meðal umræðuefna í dag voru beiting ríkisaðstoðar á sviði loftslags- og orkumála og hlutverk landsdómstóla í framfylgd ríkisaðstoðarreglna. Eins og sést á meðfylgjandi mynd voru fundargestir sáttir við veðrið sem lék við borgarbúa og gesti á meðan á fundinum stóð. Nánari upplýsingar um málefni sem tengjast ríkisaðstoð má finna á vef Stjórnarráðsins

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics